Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2007 11:10

Hvatningarverðlaun Akraness til nemenda FVA

Hvatningarverðlaun Akraneskaupstaðar til nemenda í Fjölbrautaskóla Versturlands á Akranesi voru veitt í fyrsta skipti í gær. Um er að ræða verðlaun sem bæjarstjórn veitir árlega tveimur eða fleiri nemendum skólans, fyrir að hafa á einhvern hátt sýnt frumkvæði eða unnið afrek sem kemur skólalífinu til góða og eykur hróður skólans. Skólastjórnendur tilnefna ár hvert þá nemendur sem til greina koma að hljóta þessi verðlaun. Nú fengu þrír nemendur verðlaunin. Þau Elín Carstensdóttir og Guðmundur Freyr Hallgrímsson, en þau voru bæði í liði skólans sem vann sigur í sínum flokki í forritunarkeppni framhaldsskólanna á síðustu vorönn, og Sylvía Hera Skúladóttir, en hún hefur verið í forystu forvarnarhóps nemenda og unnið þar mjög gott starf. Hvert þeirra fékk 35 þúsund krónur í verðlaun.

Hörður Óskar Helgason skólameistari sagði í samtali við Skessuhorn að innan skólans ríkti mikil ánægja með þessi nýju verðlaun. Þau væru skemmtileg nýbreytni. „Eins og nafnið bendir til á þetta að hvetja nemendur til dáða og þess vegna veitum við verðlaunin að hausti. Nemendur hafa þá allir tækifæri í vetur til að sanna sig og vinna til verðlauna næsta haust.“ Hörður segir að við val verðlaunahafa sé litið til frumkvæðis og þess að nemendur séu tilbúnir að gera eitthvað sérstakt utan hins hefðbundna skóladags. „Það er alveg opið hvað það er, en það verður að koma skólalífinu til góða og auka hróður skólans. Við skólastjórnendur lítum síðan yfir veturinn, ræðum við kennara og tilnefnum verðlaunahafa.“

 

Á myndinni er Gísli S. Einarsson bæjarstjóri með verðlaunahöfunum, þeim Sylfíu Heru Skúladóttur, Elínu Carstensdóttur og Guðmundi Frey Hallgrímssyni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is