Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2007 12:05

Brynjar Gauti valinn í U-17 landsliðið

Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Víkings í Ólafsvík, var valinn í U-17 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í lok mánaðarins. Brynjar hefur í sumar leikið með meistaraflokki Víkngs og 2. og 3. flokki Snæfellsness, með þeim árangri að nú hefur hann hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Lúkasar Kostic. Liðsfélagi hans og nafni Brynjar Kristmundsson, var í lokaúrtaki landsliðsins en var ekki valinn í þetta sinn. Gaman er að geta þess að nafnarnir eru fæddir árið 1992 en meginþorri þeirra leikmanna sem eru í liðinu eru fæddir árið 1991. Þeir eru því báðir gjaldgengir í liðið á næsta ári.

Strákarnir skrifuðu báðir nýlega undir þriggja ára samning við Víking og horfa forráðamenn knattspyrnudeildar Víkings björtum augum til framtíðarinnar, meðal annars af þeim sökum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is