Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2007 01:15

Dalabyggð getur ekki styrkt til framhaldsnáms í tónlist

Á fundi byggðaráðs Dalabyggðar 12. september sl. lá fyrir beiðni um styrk vegna framhaldsnáms í tónlist. Byggðaráðið sá sér ekki fært að verða við beiðninni. Að sögn Gunnólfs Lárussonar sveitarstjóra sá byggðaráð sér ekki fært að verða við þessari ósk. Margir nemendur úr Dalabyggð stundi nám við ýmsa sérskóla sem ekki falla undir skólaskyldu og telur byggðaráð ekki á færi sveitarfélagsins að standa undir kostnaði við framhaldsnám, heldur eigi ríkið að sjá um það. „Við gerum okkur hins vegar fulla grein fyrir því að þeir nemendur sem eru að stunda svona nám eiga í fá hús að venda. En framhaldsnám er á framfæri ríkisins, ef svo má að orði komast, og það er þeirra að sjá um að sama gildi fyrir alla í þessum efnum.

Um tónlistarnám á framhaldsskólastigi hefur verið rætt og ritað í langan tíma en engin niðurstaða fengist. Það er greinilega að sveitarstjórnir verða að fara að beita sér fyrir því að laga þetta misrétti í gengum Samtök sveitarfélaga eða á svipuðum vettvangi,“ sagði Gunnólfur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is