20. september. 2007 11:11
Hinn ungi og efnilegi framherji ÍA Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið valinn í U-17 ára landsið Íslands sem leika á í undankeppni Evrópumótsins í Serbíu 27. september til 2. október. Það mót stangast hins vegar á við síðasta leik Íslandsmótsins, en lokaleikur ÍA er gegn Keflavík laugardaginn 29. september. Guðjón Þórðarson sagði í samtali við Skessuhorn að Björn Bergmann muni leika lokaleikinn með ÍA og þannig ekki hafa færi á því að fara til Serbíu. Hann segir að KSÍ hafi ekki haft sérstakt samband við liðið, utan það að tilkynna um valið. „Þar á bæ vita menn af okkar leikjaniðurröðun. Hann er leikmaður í meistaraflokki og við erum þátttakendur í móti sem er fyrirfram skipulagt. Auðvitað tekur hann þátt í því.“