Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2007 01:18

Tillaga um að UVK verði Markaðsstofa Vesturlands

Fyrir stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi liggur nú tillaga þess efnis að breyta starfsemi Upplýsinga- og kynningarstofu Vesturlands í Markaðsstofu. Páll S. Brynjarson sveitarstjóri í Borgarbyggð kynnti þessa hugmynd á aðalfundi SSV í morgun. Páll segir að hugmyndin sé sú að innan Markaðsstofunnar rúmist allt markaðs- og kynningarstarf á Vesturlandi, bæði fyrir sveitarfélög og þá fjölmörgu aðila sem starfa á svæðinu. Vaxtarsamningur Vesturlands hefur leitt þessa vinnu og hefur hún verið á könnu Torfa Jóhannessonar verkefnastjóra Vaxtarsamningsins. Verði hugmyndin að veruleika verður hlutafé sveitarfélaganna í UKV fært niður og nýir hluthafar fengnir með í Markaðsstofuna. Nú eiga sveitarfélögin 70% hlut í UVK en hugmyndin er það hlutfall fari niður í 35-40%. Með þessu mundi grynnka á skuldum félagsins og Markaðsstofan gæti byrjað með hreint borð.

Páll segir að gert sé ráð fyrir því að eldri hluthafar verði áfram með og hafi forgang að nýju hlutafé, um leið og nýir hlutafélagar komi til liðs við verkefnið. Þessir nýju aðilar gætu lagt heilmikið til með sér, ekki eingöngu fé heldur einnig þekkingu og reynslu. „Tökum Skessuhorn sem dæmi en það hefur gefið út öflugt upplýsingarit fyrir Vesturland á liðnum árum. Slíkur aðili ætti vel heima í svona samstarfi.“

 

Gert er ráð fyrir að þau framlög sem nú fari til ferðamála hjá SSV og markaðsklasa innan Vaxtarsamningsins renni til Markaðsstofunnar og þar gætu orðið til í það minnsta tvö stöðugildi. Starfsemi hennar þyrfti hins vegar ekki eingöngu að vera bundin við ferðamál. „Í framtíðinni gæti starfsemin náð til fleiri aðila en bara til ferðaþjónustu. Sveitarfélögin og aðilar á svæðinu vilja kynna sig, ekki bara fyrir ferðamönnum heldur einnig fyrir fólki og fyrirtækjum sem hefðu hug á að flytja á svæðið,“ segir Páll.

 

Páll segir að næstu skref séu þau að taka afstöðu til tillögunnar innan stjórnar SSV og kynna hana fyrir öðrum hluthöfum UKV. Afstaða til tillögunnar ætti að liggja fyrir á þessu ári. Verði hún samþykkt þurfi að huga að breytingum að samþykktum um UKV. Verði tillagan að veruleika er reiknað með að stjórn UKV leiði ferlið og hefji vinnu við að safna nýjum hluthöfum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is