Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2007 02:31

Flutningur verkefna og endurskoðun tekjustofna

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra tilkynnti á aðalfundi SSV í morgun að fyrirhugað væri að flytja málefni fatlaðra og aldraðra til sveitarfélaga. Verkefnisstjórn með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga og tvær undirnefndir vinna að tillögugerðinni og greinargerð sem skila á til ráðherra í nóvember. Jóhanna segir að verkefnið sé unnið í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og samþykktir Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er einlæg von mín að í þetta sinn náum við árangri sem skili sér í því að við getum flutt þessa mikilvægu þjónustu til sveitarfélaganna,“ sagði Jóhanna og bætti því við að hún sæi í hendi sér hve þessi nærþjónusta ætti vel heima hjá sveitarfélögunum. Síðan hún tók við embætti hefði hún séð dæmi um að sveitarfélögin nýti fjármuni betur þegar þau hafa yfirsýn yfir heildarþjónustuna heldur en þegar þjónusta við sama hóp er annars vegar á hendi ríkisins og hins vegar á hendi sveitarfélaga.

Jóhanna sagði að verkefnaflutningur á milli ríkis og sveitarfélaga hefði stoppað á því að ekki hefði náðst saman um tekjustofnaflutninga í kjölfarið. „Ég legg því afar þunga áherslu á að okkur takist í þessum áfanga að ná saman um breytingar á tekjustofnun ef samstaða næst um að flytja vekefni á sviði fatlaðra og aldraðra til sveitarfélaganna.“ Ráðherra sagði að í þeirri endurskoðun þyrfti allt að vera uppi á borðinu, jafnt fjármagnstekjuskattur sem annað. Sveitarfélögin hafa gert kröfu að fá hlutdeild í þeim skatti.

 

Ráðherra sagði að margt styddi það að taka ætti upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. „Vísa ég þar til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á umliðnum árum í þjóðfélaginu ekki síst á fjármálamarkaðnum og með stóru valdablokkunum á ýmsum sviðum atvinnulífisns, sem gjörbreytt hefur eigna- og tekjusamsetningu í samfélaginu. Við þessar breytingar er þaða að verða miklu algengara að fólk fái tekjur af öðru en beinum launagreiðslum og það hefur auðvitað áhrif á tekjur sveitarfélaganna.“

 

Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga sagði í sínu ávarpi á fundinum að sambandið styddi mjög flutning málefna fatlaðra og aldraðra til sveitarfélaganna. „Það gerir okkur miklu öflugri að taka við þessum verkefnum líkt og dæmin hafa sýnt. Við eigum bara að taka við þeim og setja upp þau kerfi sem henta hverju sinni og á hverjum stað.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is