Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2007 02:14

Vaskir heimamenn björguðu miklu

Eldur varð laus í þaki hlöðu á Rauðkollsstöðum í Eyja- og Miklaholtshreppi fyrir hádegið í dag. Eigandi Rauðkollsstaða, Auðunn Óskarsson var við smalamennsku í Hafursfelli er hann sá eld leggja upp úr hlöðuþakinu. Hann dreif sig heim með hluta af smölunum til að slökkva eldinn. Þá var Slökkvilið Borgarbyggðar einnig kallað á staðinn og hefur lokið slökkvistarfi.  Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir að vösk framganga heimamanna hafi bjargað því að ekki fór verr í brunanum. Þeir hafi haldið eldinum í skefjum eftir fyrirmælum slökkviliðsmanna en um staðbundinn eld var að ræða í hlöðuþaki.

„Þetta hefur gengið afar vel. Við fengum boðin klukkan 12 og hálftíma síðar var komið vatn á stút. Þó er um 50 kílómetra leið að fara. Við rifum þakið til að komast að eldinum svo og þakglugga til að kæla niður og höfum gengið úr skugga um að engin glóð er lengur í þakinu. Þarna hefði orðið mun meira tjón ef eldurinn hefði náð að læsa sig í fjáshúsin, sem eru áföst. Þar er verið að útbúa hesthús en hlaðan er notuð sem vélageymsla. Slökkvistarfi er lokið og við erum á leiðinni heim,“ sagði Bjarni slökkviliðsstjóri í samtali við Skessuhorn nú laust fyrir klukkan 14 í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is