Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2007 02:14

Vaskir heimamenn björguðu miklu

Eldur varð laus í þaki hlöðu á Rauðkollsstöðum í Eyja- og Miklaholtshreppi fyrir hádegið í dag. Eigandi Rauðkollsstaða, Auðunn Óskarsson var við smalamennsku í Hafursfelli er hann sá eld leggja upp úr hlöðuþakinu. Hann dreif sig heim með hluta af smölunum til að slökkva eldinn. Þá var Slökkvilið Borgarbyggðar einnig kallað á staðinn og hefur lokið slökkvistarfi.  Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir að vösk framganga heimamanna hafi bjargað því að ekki fór verr í brunanum. Þeir hafi haldið eldinum í skefjum eftir fyrirmælum slökkviliðsmanna en um staðbundinn eld var að ræða í hlöðuþaki.

„Þetta hefur gengið afar vel. Við fengum boðin klukkan 12 og hálftíma síðar var komið vatn á stút. Þó er um 50 kílómetra leið að fara. Við rifum þakið til að komast að eldinum svo og þakglugga til að kæla niður og höfum gengið úr skugga um að engin glóð er lengur í þakinu. Þarna hefði orðið mun meira tjón ef eldurinn hefði náð að læsa sig í fjáshúsin, sem eru áföst. Þar er verið að útbúa hesthús en hlaðan er notuð sem vélageymsla. Slökkvistarfi er lokið og við erum á leiðinni heim,“ sagði Bjarni slökkviliðsstjóri í samtali við Skessuhorn nú laust fyrir klukkan 14 í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is