Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2007 02:48

Vetraráætlun Baldurs tekur gildi um mánaðamótin

Nú síðsumars bárust óskir frá sjávarútvegsfyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum og fleirum um að vetraráætlun ferjunnar Baldurs á komandi vetri yrði breytt til hagræðingar vegna vöru- og afurðaflutninga að vestan. Þessi ósk var afgerandi og leiddi til þess að Sæferðir, útgerð Baldurs ákvað að skoða málið í heild sinni með það í huga að hagræða fleiri þáttum en einungis er varðar ferðaáætlun. Þar kemur að sögn forráðamanna Sæferða ekki síst til breytingar á verktökusamningnum við Vegagerðina sem hafa leitt til stöðugt minnkandi styrks við þennan rekstur og þjónustu. Samkvæmt beiðninni var fyrst og fremst verið að óska eftir að brottfarartími virka daga færðist aftur um eina klukkustund og væri þess vegna klukkan 18:00 frá Brjánslæk í stað þess að fara kl. 17. Ný vetraráætlun Baldurs tekur gildi 1. október.

Farið verður frá Stykkishólmi mánudaga til föstudaga klukkan 15 og klukkan 10 um helgar. Frá Brjánslæk verður síðan siglt klukkan 18 virka daga en klukkan 13 um helgar.  Áætlun þessi gildir til 9. júní á næsta ári.

 

Gott ferðasumar

Sumarið var mjög gott hjá Sæferðum, að sögn Kristrúnar Önnu Konráðsdóttur markaðsstjóra Sæferða. “Í lok ágúst voru komnir 3000 fleiri farþegar með ferjunni en sigldu með henni allt árið í fyrra. Þessa aukningu í Baldri má meðal annars þakka auknum áhuga Íslendinga á Vestfjörðum.  Þangað streymdu í sumar íslenskar fjölskyldur með hjólhýsi og tjaldvagna og styttu sér leið með því að taka ferjuna aðra eða báðar leiðir.“ Kristrún segir ennfremur að mikil aukning hafi einnig verið á ferþegum sem kjósa að stoppa í Flatey, fara annaðhvort þangað í dagsferð frá Stykkishólmi eða stoppa þar á leiðinni yfir á Vestfirði. Hún bætir við að hægt sé að senda bíla á undan sér á meðan stoppað er í eyjunni.

 

“Um 20% aukning hefur verið í hvalaskoðun hjá okkur í sumar. Það telst mjög gott milli ára. Einnig gekk ágætlega að sjá hvali því í um 98% tilfella sáust þeir og þar var algengast að sjá hrefnur, höfrunga, háhyrninga og hnúfubaka.” Þá segir Kristrún að mikil aðsókn hafi verið í Suðureyjasiglinguna frá Stykkishólmi í júní. 52% aukning var milli ára og mátti þakka einstakri veðurblíðu fyrir þá aukningu. “Sumarið var frábært og aðsókn í sérferðir fyrir litla og stóra hópa jókst mjög á milli ára,” sagði Kristrún að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is