Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2007 12:15

Fyrtu háskólatónleikar haustsins á Bifröst

Á síðastliðnu ári var bryddað upp á þeirri nýjung í háskólaþorpinu á Bifröst að halda tónleika. Nú eru þeir að fara af stað á ný og næstkomandi miðvikudag, 26. september mun hljómsveitin Camerarctica leika á fyrstu háskólatónleikum vetrarins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  Hljómsveitin Camerarctica hefur starfað frá árinu 1992 en þá komu hljóðfæraleikararnir heim frá námi við tónlistarháskóla erlendis. Þeir starfa nú flestir við Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess að koma fram sem einleikarar. Efnisskrá hópsins markast af hljóðfæraskipaninni, sem er flauta, klarinett og strengir og spannar verk frá klassíska tímanum allt til nútímans.

Camerarctica hefur staðið að og tekið þátt í tónlistarhátíðum, m.a. í minningu tónskáldanna Hindemith og Fauré, og Schubert og Brahms, Myrkum músíkdögum, Listahátíð í Reykjavík og Norrænum músíkdögum og m.a. frumflutt allmörg verk eftir íslensk tónskáld. Camerarctica og Norræna húsið standa fyrir árlegri tónlistarhátíð, Norrænum sumartónum, þar sem flutt eru verk eftir íslensk og önnur norræn tónskáld í Norræna húsinu. Einnig hefur hópurinn komið fram á tónleikum Kammermúsikklúbbsins á hverju ári frá árinu 1997 og flutt m.a. við þau tækifæri 10 af strengjakvartettum Shostakovits. Camerarctica hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir flutning sinn á verkum W.A. Mozarts, en hópurinn hefur árlega frá 1993 haldið afar fjölsótta tónleika á aðventu undir yfirskriftinni "Mozart við kertaljós" og hefur hljóðritað tvo geisladiska með verkum hans.

Camerarctica skipa þau: Ármann Helgason, klarinett, Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Jónína Auður Hilmarsdóttir, víóla og Sigurgeir Agnarsson, selló.

Háskólatónleikar á Bifröst eru að öllu jöfnu haldnir síðasta miðvikudag í mánuði og hefjast klukkan 17.00.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is