Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2007 01:04

Jafntefli hjá Víkingi og Stjörnunni í hörkuleik

Víkingur Ólafsvík og Stjarnan áttust við í kulda og norðaustan roki í Ólafsvík í gær í hörkuleik í fyrstu deildinni í fótboltanum. Bæði lið voru með 19 stig fyrir leikinn og voru að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni að ári. Leikurinn fór rólega af stað og tóku liðin litla áhættu framan af leiknum. Lítið var um færi í fyrri hálfleik þó bæði lið hefðu átt snarpar sóknir. Þegar stundarfjórðungur var búinn af leiknum fékk Matej Grobovsek gott færi eftir góða undirbúning frá Helga Reyni Guðmundssyni en skot Matej fór rétt fram hjá marki Stjörnumanna. Skömmu seinna fékk Halldór Orri Björnsson ákjósanlegt tækifæri til að koma gestunum yfir en skot hans fór rétt fram hjá markinu. Á 45. mínútu fengu Stjörnumenn besta færi hálfleiksins en Einar Hjörleifsson markmaður og fyrirliði Víkinga varði boltann glæsilega af stuttu færi. Staðan var því jöfn þegar Frosti Viðar Gunnarsson ágætur dómari þessa leiks flautaði til leikhlés.

Seinni hálfleikur fór líkt og sá fyrri rólega af stað og áttu sóknarmenn beggja liða erfitt með að finna glufur í vörn andstæðinganna. Brynjar Gauti Guðjónsson var þó nálægt því að skora á 60. mínútu en skot hans fór rétt framhjá. Stjörnumenn voru meira með boltan framan af en sóknartilraunir þeirra báru litlann árangur. Þegar líða tók á hálfleikinn sóttu Víkingar í sig veðrið og á 70.mínútu fengu þeir hornspyrnu sem Stjörnumenn hreinsa frá markinu. Boltinn barst út á völlinn þar sem Dalibor og Helgi léku boltanum á milli sín sem endaði með því að Dalibor kemst í gegn og gefur fyrir markið þar sem Þór Steinar Ólafs var einn á auðum sjó en hann brenndi af besta færi leiksins.  Fátt markvert gerðist eftir þetta og fengu bæði lið aukaspyrnur sem hefður getað orðið hættulegar en hvorugu liðinu tókst að notfæra sér það. 0-0 jafntefli í Ólafsvík staðreynd og bæði lið því örugg með sæti í 1. deild að ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is