Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2007 07:30

Íris fagnar tuttugu ára starfsafmæli

Síðastliðinni föstudag fagnaði Íris Grönfeldt íþróttafræðingur, og vinir hennar, tuttugu ára starfsafmæli í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Hún hefur á síðustu árum sinnt almenningsíþróttum í fullu starfi við íþróttamiðstöðina og leiðbeint fólki í íþróttahúsum Borgarbyggðar. Þannig kostar sveitarfélagið leiðsögn íþróttafræðings en það mun ekki vera algengt að sveitarfélög veiti slíka þjónustu án endurgjalds. Almenningur hefur alltaf tekið þessu fagnandi og margir nýtt sér í gegnum tíðina að getað stundað heilsurækt með markvissum hætti undir leiðsögn.

Um leið og tuttugu ára starfsafmæli Írisar var fagnað var einnig haldið upp á 20 ára afmæli vatnsleikfiminnar í Borgarnesi og á Íslandi sl. föstudag. “Ég var með mætingalistann síðan fyrir tuttugu árum og af þeim sem þá tóku þátt mættu sjö á föstudaginn. Þetta var stórskemmtilegur dagur hjá okkur öllum,” sagði Íris í samtali við Skessuhorn.

 

Á myndinni er Jóhanna Lind, 91 árs, að skera af afmælistertu í tilefni 20 ára afmælis vatnsleikfiminnar í Borgarnesi. Jóhanna er ein þeirra kvenna sem hefur verið með frá upphafi í vatnsleikfiminni hjá Írisi.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is