Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2007 07:30

Íris fagnar tuttugu ára starfsafmæli

Síðastliðinni föstudag fagnaði Íris Grönfeldt íþróttafræðingur, og vinir hennar, tuttugu ára starfsafmæli í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Hún hefur á síðustu árum sinnt almenningsíþróttum í fullu starfi við íþróttamiðstöðina og leiðbeint fólki í íþróttahúsum Borgarbyggðar. Þannig kostar sveitarfélagið leiðsögn íþróttafræðings en það mun ekki vera algengt að sveitarfélög veiti slíka þjónustu án endurgjalds. Almenningur hefur alltaf tekið þessu fagnandi og margir nýtt sér í gegnum tíðina að getað stundað heilsurækt með markvissum hætti undir leiðsögn.

Um leið og tuttugu ára starfsafmæli Írisar var fagnað var einnig haldið upp á 20 ára afmæli vatnsleikfiminnar í Borgarnesi og á Íslandi sl. föstudag. “Ég var með mætingalistann síðan fyrir tuttugu árum og af þeim sem þá tóku þátt mættu sjö á föstudaginn. Þetta var stórskemmtilegur dagur hjá okkur öllum,” sagði Íris í samtali við Skessuhorn.

 

Á myndinni er Jóhanna Lind, 91 árs, að skera af afmælistertu í tilefni 20 ára afmælis vatnsleikfiminnar í Borgarnesi. Jóhanna er ein þeirra kvenna sem hefur verið með frá upphafi í vatnsleikfiminni hjá Írisi.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is