24. september. 2007 09:48
Nokkuð harður árekstur var á móts við Hafnarskúrinn á Akranesi laust eftir klukkan 8 í morgun. Sá sem olli árekstrinum stakk af eftir verknaðinn. Ekki urðu slys á fólki í bílnum sem ekið var á en ekki er vitað um meiðsli á fólki í bílnum sem olli ákeyrslunni. Atvikið áttu sér stað með þeim hætti að bílstjóri pallbíls var nýlega búinn að taka beygju inn á Faxabraut af Akurbraut þegar aðvífandi kom annar bíll úr gagnstæðri átt á mikilli ferð. Bílstjórinn tók beygjuna of djúpt, að sögn sjónarvotta, og ók á pallbílinn. Sá sem olli árekstrinum sló ekki af ferðinni heldur hélt áfram og hvarf. Eigandi pallbílsins náði þó bílnúmerinu og búið er að láta lögreglu vita.