Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2007 12:09

Miklar gróðurskemmdir af völdum mótorcrosshjóla

Enn á ný hefur það gerst að ökumenn mótorcrosshjóla hafa lagt leið sína á Arnarvatnsheiði og valdið þar töluverðum landsskemmdum með akstri á viðkvæmu landi. Vart þarf að taka fram að slíkt er með öllu óheimilt og akstur slíkra hjóla einungis leyfilegur á viðurkenndum akstursíþróttabrautum. Að þessu sinni hefur stóru svæði við Krókavatn verið spillt með akstri á viðkvæmu og blautu landi. “Það er engu líkara en þarna hafi verið sett upp keppni á stóru svæði. Djúp spor eru í landinu og það mun taka mörg ár að gróa, ef það þá gerir það. Sjónarvottar sáu að um sex hjól og ökumenn var að ræða. Mér finnst með ólíkindum hvernig mönnum dettur annað eins í hug,” sagði Snorri Jóhannesson, bóndi og veiðivörður á Arnarvatnsheiði í samtali við Skessuhorn.

Snorri var í göngum í liðinni viku þegar hann ásamt fleiri bændum úr ofanverðum Borgarfirði riðu fram á skemmdirnar. “Við erum alveg ákveðnir í að leggja fram kæru á hendur þessum mönnum og höfum nú þegar aflað okkar vísbendinga um hverjir voru þarna á ferðinni. Þetta verður því kært til lögreglu,” sagði Snorri. Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi staðfesti í samtali við Skessuhorn að rannsókn málsins stæði yfir.

 

Sönnunarbyrði erfið

Svo virðist sem sönnunarbyrði gagnvart þeim sem fremja landsspjöll á hálendinu eða yfirleitt með utanvegaakstri sé mjög rík nema vitni einfaldlega sjái til skemmdarvarganna. Árið 2006 voru t.d. unnar landsskemmdir á Þorvaldshálsi, nokkru neðar á Arnarvatnsheiði, en ekki er enn búið að dómtaka það mál enda ekki sannað hverjir voru þar á ferð.  Snorri Jóhannesson telur að mikið strangara eftirlit þurfi að vera með flutningum á og notkun mótorcrosshjóla og að lögregla ætti að framkvæma það eftirlit. “Það er staðreynd að þegar menn eru með slík hjól á kerrum eða jafnvel flutningabílum hér í uppsveitum Borgarfjarðar þá eru allar líkur á að þeir séu að fara að fremja brot því engin akstursíþróttabraut er til staðar í héraðinu. Mín skoðun er sú að lögregla eigi að sinna fyrirbyggjandi eftirliti með slíkum ferðum manna.”

 

Skemmdu eplin

Snorri heldur því fram að sú mikla áhersla sem lögð er á umferðargæslu á þjóðvegi eitt geri það að verkum að lögreglumenn í Borgarfirði megi ekki vera að því að sinna öðrum verkefnum og jafnvel sýnilegum brotum eins og landskemmdum á hálendinu. “Þegar lögregla má ekki vera að því að sinna verkefnum sem þessum, þá er í raun fokið í flest skjól. Ökumenn mótorcrosshjólanna gefa okkur sveitamönnunum bara fingur þegar við reynum að hafa afskipti af þeim. Þeir vita sem er að við höfum ekki leyfi til að aðhafast neitt. Þeir vita að við þurfum nánast að geta sýnt DNA sýni af þeim til að geta sannað hverjir þeir eru. Mótorcrosshjólin er nútíma sport en það er staðreynd að ef menn virða ekki að aka á til þess gerðum brautum þá eru þeir að skemma land og eru þannig landsskemmdafólk af verstu sort. Þó að það sé leiðinlegt að dæma þannig stóran hóp manna með sama áhugamál, þá eru það skemmdu eplin sem eru að eyðileggja fyrir heildinni. Ég kalla því eftir aukinni aðstoð lögreglu og stórauknu eftirliti með umferð og flutningum á þessum hjólum,” sagði Snorri Jóhannesson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is