Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2007 01:01

Gámakerran Sprettur tekin í gagnið á Grundartanga

Smári með Sprett í baksýn
Á föstudaginn var tekin í notkun ný gámakerra hjá fyrirtækinu Klafa sem starfar á Grundartangahöfn. Gámakerran, sem hefur hlotið nafnið Sprettur, á að anna stórum hluta af daglegum gámaflutningum á svæðinu. Tækið er rúmir 10,5 metrar á lengd, svipað á hæð og fimm metrar á breidd. Það er 55 tonn að þyngd og getur lyft 50 tonnum. Sprettur getur tekið tvo sjö metra gáma og hefur það fram yfir venjulega gámalyftara að geta keyrt með þá á 30 km hraða á klukkustund. Ökumaðurinn situr í 7,5 metra hæð og hefur því góða yfirsýn yfir svæðið. Fljótlega mun fjöldi gáma á svæðinu fara yfir 2.500 á mánuði og því er ekki vanþörf á svo afkastamiklu tæki.

Fyrirtækið Klafi var stofnað snemma árs 2000 af Íslenska járnblendifélaginu og Norðuráli og er í jafnri eigu þessara fyrirtækja. Fyrirtækið var stofnað til að veita eigendum sínum ódýra og góða þjónustu á sviði flutninga á afgreiðslu skipa við Grundartangahöfn og sér það um allar upp- og útskipanir fyrir eigendurna. Þar að auki tekur Klafi að sér upp- og útskipanir fyrir önnur fyrirtæki.

 

Smári V. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Klafa sagði í samtali við Skessuhorn að nýja gámakerran muni bæta starfsaðstöðuna til muna. Sprettur væri lipur og léttur í akstri og hefur mjög lítinn beygjuradíus og gerði alla umsýslu gáma mun einfaldari. Smári segir að gámakerran sé ákveðin bylting í gámaflutningum á Íslandi því tækið sé hið fyrsta og eina sinnar tegundar á Íslandi. Jóhann Þór Sigurðsson er umsjónarmaður tækisins og ökumaður. Hann segir ótrúlega auðvelt að stýra því og hann hafi góða yfirsýn yfir allt svæðið. Tækið sé mjög hljóðlátt og hafa starfsmenn á jörðu niðri jafnvel talað um að þeir heyri illa til þess þegar það er á ferð. Menn séu hins vegar að venjast þessu nýja og fljótvirka tæki og viðvörunarljós og sírenur eigi að duga vel.

 

Í tilefni af nýja tækinu bauð fyrirtækið til kynningar á hafnarsvæðinu sl. föstudag. Þar fengu gestir að sjá hvað býr í Spretti og að því loknu var boðið upp á léttar veitingar í Mörk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is