Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2007 01:01

Gámakerran Sprettur tekin í gagnið á Grundartanga

Smári með Sprett í baksýn
Á föstudaginn var tekin í notkun ný gámakerra hjá fyrirtækinu Klafa sem starfar á Grundartangahöfn. Gámakerran, sem hefur hlotið nafnið Sprettur, á að anna stórum hluta af daglegum gámaflutningum á svæðinu. Tækið er rúmir 10,5 metrar á lengd, svipað á hæð og fimm metrar á breidd. Það er 55 tonn að þyngd og getur lyft 50 tonnum. Sprettur getur tekið tvo sjö metra gáma og hefur það fram yfir venjulega gámalyftara að geta keyrt með þá á 30 km hraða á klukkustund. Ökumaðurinn situr í 7,5 metra hæð og hefur því góða yfirsýn yfir svæðið. Fljótlega mun fjöldi gáma á svæðinu fara yfir 2.500 á mánuði og því er ekki vanþörf á svo afkastamiklu tæki.

Fyrirtækið Klafi var stofnað snemma árs 2000 af Íslenska járnblendifélaginu og Norðuráli og er í jafnri eigu þessara fyrirtækja. Fyrirtækið var stofnað til að veita eigendum sínum ódýra og góða þjónustu á sviði flutninga á afgreiðslu skipa við Grundartangahöfn og sér það um allar upp- og útskipanir fyrir eigendurna. Þar að auki tekur Klafi að sér upp- og útskipanir fyrir önnur fyrirtæki.

 

Smári V. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Klafa sagði í samtali við Skessuhorn að nýja gámakerran muni bæta starfsaðstöðuna til muna. Sprettur væri lipur og léttur í akstri og hefur mjög lítinn beygjuradíus og gerði alla umsýslu gáma mun einfaldari. Smári segir að gámakerran sé ákveðin bylting í gámaflutningum á Íslandi því tækið sé hið fyrsta og eina sinnar tegundar á Íslandi. Jóhann Þór Sigurðsson er umsjónarmaður tækisins og ökumaður. Hann segir ótrúlega auðvelt að stýra því og hann hafi góða yfirsýn yfir allt svæðið. Tækið sé mjög hljóðlátt og hafa starfsmenn á jörðu niðri jafnvel talað um að þeir heyri illa til þess þegar það er á ferð. Menn séu hins vegar að venjast þessu nýja og fljótvirka tæki og viðvörunarljós og sírenur eigi að duga vel.

 

Í tilefni af nýja tækinu bauð fyrirtækið til kynningar á hafnarsvæðinu sl. föstudag. Þar fengu gestir að sjá hvað býr í Spretti og að því loknu var boðið upp á léttar veitingar í Mörk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is