Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2007 07:33

Eldri borgara vantar húsnæði í Borgarbyggð

„Þörf fyrir félagslegar íbúðir virðist liggja fyrst og fremst hjá eldra fólki,“ sagði Páll S. Brynjarsson þegar Skessuhorn innti hann eftir tillögu félagsmálanefndar um þjónustuíbúðir, en nefndin leggur til að keyptar verði tvær slíkar. Í fundargerð nefndarinnar frá 15. ágúst sl. kemur eftirfarandi fram: Félagsmálanefnd leggur til að keyptar verði tvær þjónustuíbúðir fyrir aldraða og að félagslegum íbúðum verði ekki fækkað, þannig að komi til sölu á félagslegri íbúð verði önnur keypt í staðinn. Páll sagði að eins og staðan væri núna ætti sveitarfélagið eitthvað um þrjátíu félagslegar íbúðir. „Það hefur verið talað um að selja sumar af þessum íbúðum og kaupa þá jafnvel frekar aðrar með þarfir eldri borgarara í huga.

Sveitarfélagið á nokkrar slíkar en þörfin virðist vera til staðar og verið er að skoða málin frekar. Við vitum að í deiglunni er að byggja íbúðarhúsnæði fyrir þennan aldurshóp af hálfu einkaaðila þótt það sé ekki frágengið. Við komum til með að skoða þessi mál í samhengi við annað sem er á döfinni,“ sagði Páll sveitarstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is