25. september. 2007 08:20
Ársfundur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi verður haldinn næsta fimmtudag. Fundurinn verður haldinn í fundarsal SHA á 1. hæð og hefst kl. 14. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson mun sitja fundinn og ræða um heilbrigðismál og þau málefni sem efst eru á baugi í þeim efnum, m.a. nýsett lög um heilbrigðisþjónustu. Þá mun Eygló Aradóttir, nýráðin barnalæknir á SHA fjalla um börn og heilbrigðisþjónustu. Allt áhugafólk um málefni stofnunarinnar er velkomið en gert er ráð fyrir að fundi ljúki um kl. 16. Sjá nánar um fundinn á www.sha.is