24. september. 2007 04:27
Síðastliðinn laugardag opnaði Bjarni Þór Bjarnason, listamaður á Akranesi sýningu á olíumálverkum í Gallerí List við Skipholti 50a í Reykjavík. Verkin sem hann sýnir eru olíumálverk máluð í anda expressionisma. Mikið fjölmenni var við opnunina og flest öll verkin seldust á fyrstu klukkutímunum. Sýningin stendur til 2. október og er opin á opnunartíma gallerísins. Í gegnum tíðina hefur Bjarni haldið yfir 20 einkasýningar og nokkrar samsýningar, hérlendis og erlendis. Hann er afkastamikill málari og teiknari auk þess að vera höfundur að nokkrum útilistaverkum.