Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2007 09:19

Breiðafjarðarfléttan er samstarf við Breiðafjörð

Ferðaþjónustuaðilar við Breiðafjörð hafa stofnað klasa sem þeir nefna Breiðafjarðarfléttuna. Verkefnið er til tveggja ára til að byrja með og hefur hlotið styrki frá Vaxtasamningum Vesturlands og Vestfjarða. Svanborg Siggeirsdóttir er formaður nýmyndaðrar stjórnar verkefnisins.  Tuttugu ferðaþjónustuaðilar á Breiðafjarðarsvæðinu hittust í Flókalundi 20. ágúst síðastliðinn til að stofna með sér klasa með þessu árangri. Kosin var framkvæmdastjórn og er Svanborg Siggeirsdóttir formaður, eins og áður segir, en með henni í stjórn eru Björn Samúelsson og Soffía Haraldsdóttir.

Svanborg sagði í samtali við Skessuhorn að vaxtarsamningar á báðum svæðunum, þ.e. Vesturlandi og Vestfjörðum hefðu þegar styrkt verkefnið um fjórar milljónir króna til næstu tveggja ára. „Markmið þessa samstarfs er einkum að efla ferðaþjónustu við Breiðafjörð og auka samstarf þrátt fyrir samkeppni. Þessum markmiðum hyggjumst við ná með því að nýta okkur svæðisbundna sérstöðu svæðisins, auka gæðaþjónustu og innbyrðis kynningu ferðaþjónustuaðila. Við viljum með þessu reyna að hafa áhrif á framtíðarskipulagingu og uppbyggingu á okkar svæði. Stefnt er einnig að því að ráða verkefnisstjóra og reiknað er með því að viðkomandi byrji í verkefninu fyrsta nóvember. Við vonumst til þess að sem flestir ferðaþjónustuaðilar við Breiðafjörð sjái sér hag í því að vera með í verkefninu,“ sagði Svanborg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is