25. september. 2007 10:15
Alls urðu tíu umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunar í Borgarfirði og Dölum í síðustu viku, þar af fjögur í Dölunum. Flest voru þessi óhöpp minniháttar og engin alvarleg slys á fólki. Í þremur tilvikum var um bílveltur erlendra ökumanna að ræða sem misstu stjórn á bifreiðum sínum á holóttum malarvegum og í lausamöl. Ríflega 20 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og fjórir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.