Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. september. 2007 11:44

Bíræfinn þjófur sá sig um hönd

Bíræfinn þjófur stal tækjum og búnaði úr lögreglubíl í Borgarnesi um hábjartan dag um sl. helgi og fór með góssið til Reykjavíkur. Hann sá sig síðan um hönd og skildi tækin eftir utan við lögreglustöðina í Kópavogi. Að sögn lögreglunnar er búnaðurinn að mestu óskemmdur. Maðurinn sem um ræðir var farþegi í bíl félaga síns, sem lögreglan í Borgarnesi hafði afskipti af. Var sá ökumaður handtekinn og færður á stöð en farþeginn var frjáls ferða sinna á meðan. Mikið annríki var hjá lögreglunni á þessum tíma, sem hafði tekið annan ökumann fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur þá rétt áður. Tveir lögreglumenn voru á vakt og þurftu þeir að yfirheyra mennina og gera leit í bílunum. Að sögn lögreglunnar eru fleiri grunaðir um að hafa verið í vitorði með þeim sem stal tækjunum og fór með þau suður. Vitað er hver maðurinn er og verður hann yfirheyrður þegar til hans næst.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is