Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2007 08:22

Vantar lögreglumenn á Vesturland

Jón S Ólason, yfirlögregluþjónn
Eftir næstu mánaðamót vantar þrjá lögreglumenn í embættið á Akranesi til að það sé fullmannað. Jón S. Ólafsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Skessuhorn að einn lögreglumaður sé í veikindaleyfi, annar að fara í ársleyfi og sá þriðji að færa sig um set austur á firði. Auglýsingar hafa engan árangur borið og því hefur þurft að endurskipuleggja allt vaktaplan. „Þetta virðist ætla að ganga upp hjá okkur en það má ekkert út af bregða til að þetta náist. Ég loka minni skrifstofu og færi mig fram og við breytum vaktaplaninu í 12 tíma vaktir. Þannig gengur þetta upp en þetta er mjög brothætt ástand.“

Jón segir að hann viti af því að sama ástand sé uppi á teningnum víðar, t.d. á Snæfellsnesi. „Þar vantar einnig þrjá menn og ég veit að á höfuðborgarsvæðinu vantar gríðarlegan fjölda. Þetta er ástand sem maður vonar að létti af en eins og er er þetta frekar leiðinlegt yfir landið allt.“ Aðspurður um ástæður þess hve erfiðlega gengur að manna stöður stöðurnar segir Jón að það spili inn í að nýliðun sé ekki næg í stéttinni. „Síðan er það þannig að kjörin eru ekki nógu góð. Í þessari þenslu sem við lifum við er grasið alltaf grænna hinum megin við lækinn og fjöldi lögreglumanna skiptir um starf. Landssamtök lögreglumanna hafa fjallað um málið og vonandi verður tekið á því. Þetta er einstaklega hvimleitt á sama tíma og verið er að auka ábyrgð lögreglumanna og gera meiri kröfur til þeirra.“

 

Líkt og Skessuhorn greindi frá í sumar er töluverð undirmönnun hjá lögreglunni í Borgarnesi. Theódór Þórðarson yfirlögregluþjónn og Stefán Skarphéðinsson sýslumaður fullyrtu þá báðir í samtali við Skessuhorn að fleira starfsfólk vantaði í embætti þeirra. Að öllu samanlögðu má því ljóst vera að lögreglumenn vantar á Vesturland á sama tíma og umferð er að aukast og verksvið lögreglunnar verður sífellt viðameira. Það hlýtur að skjóta nokkuð skökku við.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is