26. september. 2007 09:21
Í gær fékk lögregluumdæmi Borgarfjarðar og Dala afhentan nýjan lögreglubíl til afnota og verður bíllinn staðsettur í Dalasýslu og kemur hann í stað bíls sem þar hefur mest verið notaður. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður í Borgarnesi afhenti Jóhannesi B. Björgvinssyni lögreglumanni í Búðardal bílinn til afnota. Um er að ræða nýjan bíl af Hyundai Santa Fe gerð sem búinn er öllum búnaði. Meðal annars er Tetra kerfi í bílnum með ferilkerfi og talstöð. Stefán sagði að þetta væri fjórði bíllinn sem kæmi til embættisins en ekki væri langt síðan að bílarnir hefðu aðeins verið tveir.
Myndin er frá afhendingu nýja lögreglubílsins fyrir framan lögreglustöðina í Borgarnesi. Frá vinstri eru Ómar Jónsson, Jóhannes B. Björgvinsson, Stefán Skarphéðinsson sýslumaður og Jón Einarsson fulltrúi sýslumanns.