Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2007 07:33

Akraborgin á fornum slóðum í nýju hlutverki

Slysavarnarskipið Sæbjörg kom í sína gömlu heimahöfn á Akranesi í síðustu viku. Sæbjörg hét áður Akraborg og ætti vart að þurfa að kynna fyrir Vestlendingum. Nú er í skipinu starfræktur slysvarnaskóli og árlega er því siglt hringinn í kringum landið til að sjómenn og aðrir áhugasamir víðsvegar um land geti stundað nám í skólanum í sinni heimabyggð. Félögum í Slysavarnardeild kvenna og Björgunarfélagi Akraness bauðst í síðustu viku að skoða skipið á meðan það lá við bryggju í Akraneshöfn. Góður hópur félagsmanna mætti og voru unglingar og nýliðar sérstaklega kvattir til að mæta. Ásgeir Kristinsson formaður Björgunarfélagsins sagði í samtali við Skessuhorn að heimsóknin hefði verið hin ánægjulegasta. Skemmtilegt hefði verið að sjá þær breytingar sem gerðar hefðu verið á skipinu og skoða hvernig búið væri að setja upp aðstöðu til kennslu.

Hópurinn fékk að fara um allt skipið, skoða reykköfunaraðstöðu, björgunarbáta og ýmislegt fleira. Ásgeir segir að ekki hafi verið síður merkilegt að sjá og heyra af árangri af starfi skólans. „Fyrir okkur voru kynntar tölur yfir fækkun slysa síðan skólinn tók til starfa og það er greinilegt að starfsemi skólans hefur stuðlað að auknu öryggi á sjó. Þá voru okkur sagðar skemmtilegar sögur af skipinu, sem mér tekst nú aldrei að kalla Sæbjörgu í fyrstu tilraun, ég byrja alltaf á að segja Akraborg. Ríkið seldi t.d. Slysvarnarfélaginu gömlu Sæbjörgina á 1.000 krónur sem þætti nú ekki mjög mikið. Þegar kom að þessari nýju þá höfðu menn áttað sig á því að það væri fulldýrt og gáfu skipið.“

Allir þeir sem ætla sér að vera hásetar þurfa að fara í gegnum Slysavarnarskólann og þar kemur Sæbjörgin sér vel. Þeir sem taka minnstu skipstjórnarréttindin, svokallað pungapróf, nýta skipið einnig. Það er raunar umhugsunarefni hve staða pungaprófsins hefur breyst. Eitt sinn var það hluti af vali í grunnskóla, blaðamaður þekkir það úr sinni heimasveit á Siglufirði og lengi vel var það kennt í Brekkubæjarskóla. Í dag er búið að aðskilja pungaprófið hinu daglega lífi unglinganna og við það verður umgengni við sjóinn þeim mun fjarlægari. Lesendum skal látið eftir að mynda sér skoðun á hvort það er eðlilegur hluti þróunar nútímasamfélags, eða dæmi um að við fjarlægjumst uppruna okkar og rætur um of.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is