26. september. 2007 10:40
Vetrarstarf bridsfélaganna á Vesturlandi er nú að hefjast. Síðastliðið fimmtudagskvöld spiluðu Skagamenn fyrsta keppniskvöld haustsins. Í laufléttum tvímenningi sigruðu bræðurnir Guðjón og Þorvaldur Guðmundssynir með 57,5% skori. Spilað er öll fimmtudagskvöld á vegum félagsins á Kirkjubraut 40 og hefst spilamennskan klukkan 19:30.
Vetrarstarf Bridsfélags Borgarfjarðar hefst næstkomandi mánudag, þann 1. október. Þar hefst spilamennskan klukkan 20 að venju. Nýir félagar eru hvattir til þátttöku í báðum þessum félögum.