26. september. 2007 09:41
Veðurstofan varar við hvassviðri undir Hafnarfjalli, en vindhraði fer þar yfir 30 metra á sekúndu í hviðum. Versta hviðan snemma í morgun mældist um 45 metrar á sekúndu. Einnig er hvasst á Vatnaleið og þar fer vindhraði í tæplega 30 metra á sekúndu í hviðum, sem og á Fróðárheiði. Ekki er eins hvasst í Bröttubrekku og vindhraði á Kjalarnesi er rétt ríflega 20 metrar á sekúndu.