26. september. 2007 10:05
Sýningin Handverkshefð í hönnun var opnuð í Gerðubergi í Reykjavík sl. laugardag. Á sýningunni gefur að líta verk 34 hönnuða, lista- og handverksfólks. Sýningin er unnin í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Handverk og hönnun og er sett upp í tilefni Norræns heimilisiðnaðarþings sem haldið verður dagana 26. - 30. september. Eins og titill sýningarinnar ber með sér er markmið Heimilisiðnaðarfélagsins að hvetja til þess að handverkverkshefðin sé nýtt sem innblástur að nýjum verkum. Sigrún Skarphéðinsdóttur, vefara á Akranesi og Philippe Ricart, listamaður eru bæði voru meðal þeirra aðila sem valin voru á sýninguna. Á myndinni standa þau fyrir framan skáp með verkum Philippe. Auk þeirra var Auður Vésteinsdóttir af Akranesi meðal þeirra sem voru í hinum útvalda hópi.