Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2007 01:19

Sveitarfélög semja upp á nýtt

Segja má að tímamótasamkomulag hafi verið undirritað í gær milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um slit á eldri þjónustusamningum sem gilt hafa milli sveitarfélaganna og gerð nýrra í þeirra stað. Það voru þeir Davíð Pétursson oddviti og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sem skrifuðu undir samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. Gerður var þjónustusamningur um að Slökkvilið Borgarbyggðar sjái hér eftir um brunavarnir í Skorradal. Þá munu íbúar Skorradalshrepps hafa fullan aðgang að Tónlistarskóla Borgarfjarðar hér eftir sem hingað til. Þá var einnig endurnýjaður þjónustusamningur um að Skorradalshreppur hafi aðgang að félagsþjónustu á vegum Borgarbyggðar og að börn úr hreppnum fái áfram leikskólavist í Andabæ á Hvanneyri.

Um leið var formlega slitið samstarfi um ýmis mál sem gilt hefur frá því margir smáir hreppar áttu samstarf um ýmis mál sunnan Hvítár, en eftir að Borgarbyggð var sameinuð úr öllum öðrum sveitarfélögum í héraðinu en Skorradalshreppi, voru þeir samningar orðnir úreltir. Þannig var formlega slitið samstarfi um Slökkvilið Borgarfjarðardala og Tónlistarskóla Borgarfjarðar en í stað þeirra gerðir fyrrnefndir þjónustusamningar.

 

Sjá nánari frétt í Skessuhorni sem kemur út í dag.

 

Á myndinni eru fulltrúar sveitarfélaganna sem rituðu undir samkomulagið. Frá vinstri: Björn Bjarki Þorsteinsson, Davíð Pétursson, Páll S Brynjarsson og Pétur Davíðsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is