Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Laugardagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2007 10:16

Tekur þátt í sinni fyrstu rallýkeppni á Snæfellsnesi

Næstkomandi laugardag verður svokallað Snæfellsnes Rallý 2007 ekið. Rallýið er síðasta keppni sumarsins í Pirelli Max1 mótaröðinni. Alls verða eknir 103 kílómetrar á laugardaginn. Upp úr klukkan 9 um morguninn verða fyrstu bílar ræstir við Íþróttahúsið í Stykkishólmi. Keppninni lýkur síðan laust eftir klukkan 17 en síðasta sérleiðin verður Berserkjahraun. Verðlaunaafhending verður síðan við bílastæði veitingastaðarins Fimm fiskar í Stykkishólmi klukkan 18. Meðal þeirra sérleiða sem eknar verða í keppninni má nefna Berserkjahraun, Jökulháls, Bárðarhaug, Kerlingaskarð og Hjarðarfellsdal. Þannig teigir mótið sig um allt norðan- og utanvert Snæfellsnes.

 

Meðal ökumanna á mótinu eru áhafnir í þremur bílum af Vesturlandi. Skagamaðurinn Halldór Gunnar Jónsson keppir ásamt Eyjólfi Jóhannssyni á Subaru Impreza og stefna þeir á sigur í þessu rallýi. Þá keppa bræðurnir Gunnar F. Hafsteinsson og Jóhann H. Hafsteinsson einnig frá Akranesi á Suzuki Swift. Loks er í þessari keppni Þorgerður Gunnarsdóttir úr Borgarnesi að taka þátt í sinni fyrstu rallýkeppni.

Rætt er við Þorgerði í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is