Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2007 03:25

Ýmsar smáframkvæmdir í Borgarbyggð

Ýmsar smáframkvæmdir eru á dagskrá hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð núna í haust. Í fæstum tilfellum er um dýrar framkvæmdir að ræða og er fjármagn tekið frá verkefnum sem fyrirséð er að ekki klárist á þessu ári. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar sagði í samtali við Skessuhorn að meðal annars væri um að ræða gangstéttir sem flýta ætti framkvæmdum á, en kostnaður við framkvæmdirnar í heild væru um 10 milljónir umfram það sem var á framkvæmdaáætlun ársins. „Við erum að fara í gangstéttarvinnu við nýja leikskólann við Ugluklett, sama gildir um gangstétt að nýja veitingastaðum við Hrafnaklett. Þá verður byrjað á bílaplani við grunnskólann í Borgarnesi, við Svarfhól. Þetta hefur verið lengi á skipulagi en á þessum tímapunkti er ekki alveg vitað hvort einungis verður farið í undirbúningsvinnu eða hvort þetta verður klárað allt í haust. Síðan verða malarsvæði við Sólbakka í Borgarnesi malbikuð.“

Aðspurður um frá hvaða framkvæmdum væri verið að taka þetta fé sagði Páll að um nokkur verkefni væri að ræða sem ekki hefði tekist að ljúka við og peningar til framkvæmda yrðu teknir þaðan, meðal annars. „Framkvæmdir við slökkvistöðina á Bifröst hafa tafist og ekki var farið í göngustígagerð frá Bjargi að Hamri að beiðni íbúa á Bjargi og jafnframt náðist ekki að gera gámaplan sem til stóð,“ sagði Páll í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is