Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2007 09:26

Reglur um línuívilnun fela í sér dauðagildru

Það er þekkt að sjómenn leggja sig í hættu til að sinna starfi sínu. Smábátasjómenn eru jafnvel ennþá berskjaldaðri gagnvart náttúruöflunum og leggja sig oft í hættu við veiðarnar. Í svokallaðri línuívilnun, þar sem krókaaflamarksbátar sem gerðir eru út með landbeittri línu, felst að bátarnir þurfa innan 24 klukkustunda að koma í höfn þaðan sem þeir réru. Þá njóta þeir svokallaðrar línuívilnunar og fá greitt 16% uppbót á veitt kíló sem landað er. Það skilyrði sem getið var um og felst í því að bátar þurfa að leggja að landi þaðan sem þeir réru þýðir að sjómenn og skipsstjórnendur virðast vera að taka óviðunandi áhættu t.d. þegar veður skyndilega versnar. Í stað þess að sækja í var í næstu höfn freistast menn til að sigla til heimahafnar jafnvel þó veðuraðstæður mæli gegn því.

Síðastliðinn föstudag gerðist það að línubáturinn Úlla SH frá Ólafsvík, með þrjá menn um borð, komst í mikla hættu þegar drapst á vél bátsins í norðaustan 15-20 metra vindhraða með þeim afleiðingun að bátinn rak hættulega nærri landi við Rif.

Með snörum handtökum skipverja á björgunarbátnum Björgu tókst að koma taug yfir í Úllu SH og var þá báturinn aðeins 150 metra frá landi og litlu mátti muna að hann strandaði í miklu brimi. Þessar aðstæður má greinilega sjá á meðfylgjandi mynd hér að ofan.

 

Davíð Þór Magnússon skipstjóri á Úllu SH sagði við blaðamann Skessuhorns þegar að landi var komið sl. föstudag að hann hefði hreinlega verið “á síðustu báru” og ekki hafi mátt tæpara standa. Hann hafði jafnframt orð á því að þar hefði hann verið að taka mikla áhættu til að missa ekki línuívilnunina af aflanum um borð. “Ég hefði svo sem getað farið í höfn á Arnarstapa en þá hefði ég tapað þessari ívilnun,“sagði Davíð og bætti við: “Þetta eru einkennilegar reglur sem bíða ekkert annað en hættunni heim. Við erum að gera út á leigukvóta og hann er geysilega dýr í leigu svo við megum hreinlega ekki því við að missa þessa ívilnun og því er óþarfa áhætta sífellt tekin.”

 

Jón A Ingólfsson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa í Stykkishólmi tekur undir orð Davíðs og segir þessar reglur ekkert annað en bjóða hættunni heim. “Núverandi reglur línuívilnunar eru ekkert annað en dauðagildra og hreinlega hvetja menn til þess að keyra í opin dauðann. Með þessari reglugerð er ekki verið að hugsa um öryggi sjómanna og menn eiga að geta valið að koma sér í næstu höfn sé veður slæmt án þess að missa við það línuívilnun,” sagði Jón Arelíus í samtali við Skessuhorn. Geta má þess að Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur undanfarna mánuði kannað málsatvik þegar Björg Hauks ÍS fórst með tveimur mönnum í minni Ísafjarðardjúps um miðjan mars síðastliðinn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar mun liggja fyrir síðar í haust.  Nefndin hefur m.a. kannað hvort strangar reglur um línuívilnun geti hafað átt þátt í því slysi. “Þetta kerfi er ekki til þess fallið að stuðla að öryggi sjómanna og fellur ekki að íslenskum aðstæðum. Menn eiga að geta valið öruggasta kostinn til að koma sér og áhöfn sinni í höfn annarsstaðar en róið var frá. Maður spyr sig; af hverju eru reglurnar svona,” sagði Jón Arelíus.

 

Á myndinni má greinilega sjá að ekki mátti muna miklu að Úlla SH strandaði í briminu úti af Rifi sl. föstudag. Snör handtök áhafnar á björgunarbátnum Björgu forðuðu þarna slysi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is