Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2007 02:30

Nýtt vatn myndast á toppi Okjökuls

Allt bendir til þess að nýtt vatn hafi myndast á toppi Okjökuls í ofanverðum Borgarfirði. Hilmar J. Malmquist, vatnalíffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs á sumarbústað í Borgarfirði og gengur mikið um svæðið ásamt eiginkonu sinni, Helgu Bogadóttur. Hilmar sagðist í samtali við Skessuhorn hafa verið á göngu á Okinu í ágúst í sumar og þá tekið eftir hinu nýja vatni sem hefur myndast efst á kolli dyngjunnar í gíg sem þar er. “Nærri lætur að vatnið sé um 50 metrar í þvermál en óvíst er um dýpið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé vatn í gígnum og hef aldrei heyrt minnst á það áður,” segir Hilmar. Hann bar þennan fund undir Snorra Jóhannesson á Augastöðum og sýndi honum myndir af vatninu. Snorri sé honum sammála um að svo stórt vatn á þessum stað hafi aldrei fyrr litið dagsins ljós.

Hilmar segir að í svipaðan streng taki jarð- og jöklafræðingar sem hann hafi borið þetta undir, þ.á m. Oddur Sigurðsson á Orkustofnun og Hreggviður Norðdahl hjá Raunvísindastofnun Háskólans. “Þannig að flest bendir til þess að nýtt vatn hafi fæðst og bæst við vatnasafn landsins,” segir Hilmar. Hann segir slíka nýmyndun vatns vera mjög forvitnilega í vísindalegu tilliti, m.a. er áhugavert fyrir vatnalíffræðinga að fylgjast með framvindu lífs í svo ungu og ómótuðu vistkerfi.

Heimamenn í uppsveitum Borgarfjarðar kannast líklega margir hverjir við hvernig sjálfur jökullinn sem liggur í norðanverðri hlíð Oksins hefur hopað á undanförnum 10 -20 árum. “Tilurð gígvatns ofan á kolli Oksins í hvarfi frá láglendi er hinsvegar líklega fæstum kunn. Hop jökulsins og myndun gígvatnsins á Okinu má vafalítið rekja til hlýnandi loftslags,” sagði Hilmar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is