Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2007 01:56

Mikið tjón vegna veðurofsans og spáð hvelli aftur á morgun

Þakdúkur fokinn af saltgeymslunni
Mikið tjón er þegar orðið í Grundarfirði vegna veðurofsans sem nú gengur yfir norðanvert Snæfellsnes. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að talsvert tjón hafi þegar orðið á eignum í Grundarfirði, steynsteyptar húseiningar hafa fallið og brotnað í Fellabrekku. Þá hefur plastdúkurinn af nýrri saltgeymslu rifnað af auk þess sem þakplötur hafa losnað af hesthúsi og húsnæði Ragnars og Ásgeirs. Einnig fauk lausahlutur á bíl og brotnuðu rúður í honum og hann fylltist af vatni. Guðmundur Ingi segir ennfremur að hann sé enn að fá tilkynningar um tjón á eignum. “Vindhraðinn fór í 44 metra í hviðum í morgun. Ég var að tala við Veðurstofuna áðan og á veðrið að ganga aðeins niður milli klukkan 15 og 19 í dag. Síðan er aftur spáð jafnvel verra veðri í nótt og á morgun.”

Hann segir að Grundfirðingar séu viðbúnir því að vindur snúist til suðvestanáttar, en sú átt geti verið æði slæm í Grundarfirði. Guðmundur Ingi vill bæta því við að enn klukkan 14 sé ekkert ferðaveður og biður hann fólk um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu.

 

Ljósm. Sverrir Karlsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is