Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. september. 2007 01:56

Mikið tjón vegna veðurofsans og spáð hvelli aftur á morgun

Þakdúkur fokinn af saltgeymslunni
Mikið tjón er þegar orðið í Grundarfirði vegna veðurofsans sem nú gengur yfir norðanvert Snæfellsnes. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að talsvert tjón hafi þegar orðið á eignum í Grundarfirði, steynsteyptar húseiningar hafa fallið og brotnað í Fellabrekku. Þá hefur plastdúkurinn af nýrri saltgeymslu rifnað af auk þess sem þakplötur hafa losnað af hesthúsi og húsnæði Ragnars og Ásgeirs. Einnig fauk lausahlutur á bíl og brotnuðu rúður í honum og hann fylltist af vatni. Guðmundur Ingi segir ennfremur að hann sé enn að fá tilkynningar um tjón á eignum. “Vindhraðinn fór í 44 metra í hviðum í morgun. Ég var að tala við Veðurstofuna áðan og á veðrið að ganga aðeins niður milli klukkan 15 og 19 í dag. Síðan er aftur spáð jafnvel verra veðri í nótt og á morgun.”

Hann segir að Grundfirðingar séu viðbúnir því að vindur snúist til suðvestanáttar, en sú átt geti verið æði slæm í Grundarfirði. Guðmundur Ingi vill bæta því við að enn klukkan 14 sé ekkert ferðaveður og biður hann fólk um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu.

 

Ljósm. Sverrir Karlsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is