27. september. 2007 12:31
Arnór Smárason lék með varaliði Heerenveen gegn Hollandsmeisturum PSV Eindhooven í hollensku bikarkeppninni í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á heimavelli Heerenveeen að viðstöddum 13.000 manns. PSV stillti upp sínu sterkasta liði og hafði sigur 3-0. Lið Heerenveen var styrkt með nokkrum leikmönnum úr aðalliðinu, m.a. Alfonso Alvez sem var nýverið kjörinn besti leikmaður hollensku deildarinnar. Arnór lék allan leikinn og hefur fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Varalið Heerenveen vann sér þátttökurétt í keppninni með því að vinna tvöfalt í keppni varaliða á síðasta tímabili. Frammistaða liðsins hefur vakið verðskuldaða athygli og hefur Skagamaðurinn Arnór staðið sig mjög vel.