Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2007 03:05

Vestlenskar Íslendingasögur og norræn goðafræði

Tvö mjög áhugaverð námskeið í bókmenntum fara af stað á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands nú í október. Annars vegar verður um að ræða námskeið um vestlenskar Íslendingasögur þar sem fjallað verður um Laxdælu, Gunnlaugs sögu ormstungu, Eyrbyggju og aðrar þær sögur er svæðinu tengjast. Þekktir fræðimenn verða fengnir til að leiðbeina nemendum með svipuðum hætti og gert hefur verið á fornsagnanámskeiðum undanfarinna ára.  Hinsvegar er námskeið í norrænni goðafræði. Á því verður fjallað um úrvinnslu og framsetningu Snorra Sturlusonar og annarra, bæði fyrr og síðar, á norrænni goðafræði.

Þekktir fræðimenn eru fengnir til að leiðbeina þátttakendum með svipuðum hætti og gert hefur verið í fornasagnarnámskeiðum undanfarinna ára. Boðið er upp á námskeiðið í tilefni þess að Snorrastofa í Reykholti hefur farið af stað með undirbúning viðamikils verkefnis um norræna goðafræði, sem felur í sér bæði rannsóknir og sýningu.

 

Sjá nánari upplýsingar um námskeiðin á: www.simenntun.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is