27. september. 2007 12:32
Enn er hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Að sögn lögreglunar í Ólafsvík er núna um 20 til 25 metrar af suðaustan, með tilheyrandi rigningu og slæmt ferðaveður. Engar tilkynningar hafa þó borist um tjón til lögreglunar enn sem komið er. Í Grundarfirði er mjög hvasst að sögn Guðmunda Inga Gunnlaugssonar bæjarstjóra. Í morgun fór vindur í Grundarfirði mest í 34 metra á sekúndu í hviðum. Meðfylgjandi mynd er tekinn í Ólafsvík í morgun af starfsmanni vélsmiðju Árna Jóns ehf að störfum við bryggjuna. Betra er að vera vel klæddur og í góðum regnfötum í því veðri sem nú er.