27. september. 2007 02:20
Skallagrímur og Snæfell eiga bæði leiki í kvöld í undanúrslitum Powerradebikar- keppninnar í körfuknattleik. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. Skallagrímur mætir KR í fyrri undarúrslitaleiknum og hefst hann klukkan 19. Skallarnir unnu Stjörnuna og Grindavík á leið sinni í undanúrslitin, en KR vann Hamar. Snæfell leikur við Njarðvík í síðari undanúrslitaleiknum og hefst hann klukkan 21. Snæfellingar lögðu Þór Akureyri að velli fyrr í keppninni en Njarðvík lagði ÍR. Óhætt er að hvetja alla Vestlendinga til að fjölmenna í Laugardalshöllina og styðja sitt lið. Það væri óneitanlega gaman ef Vesturlandsliðin tvö mættust í úrslitum þessarar bikarkepni, líkt og gerðist nýverið í úrslitaleik á sterku móti á Akureyri, en þá hafði Skallagrímur þar betur.