Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2007 09:11

Vinna hafin við nýja Þjóðbraut

Vinna við gerð Þjóðbrautar, nýrrar 700 metra langrar aðalinnkeyrslu til Akraness hófs fyrir skömmu. Um er að ræða endurgerð vegarins frá þjóðveginum og að gatnamótum við Innnesveg. Á báðum endum verða byggð hringtorg. Í fyrri áfanga verksins er gerð hringtorgs á þjóðveginum þar sem Kalmansbraut og Akranesvegur mætast og er um nokkuð stóra framkvæmd að ræða sem m.a. mun fela það í sér að hægja verður niður umferðarhraða og gera hjáleið fyrir umferð meðan á framkvæmdum stendur. Þá er gerð um 450 metra vegarkafli frá því hringtorgi að Ketilsflöt inni í fyrri áfanga verksins. Í síðari áfanga verksins verður haldið áfram með veginn frá Ketilsflöt út að Innnesvegi, um 250 metra leið, þar sem einnig verður gert nýtt hringtorg á mótum Esjubrautar, Innnesvegar og Þjóðbrautar. Kostnaður við verkið í heild er um 200 milljónir króna og er það Þróttur ehf. sem er verktaki. Verklok eru áætluð í ágúst á næsta ári.

Fyrir hönd verktaka, sem er Vegagerðin, Akraneskaupstaður og Orkuveita Reykjavíkur, sér Almenna verkfræðistofan um eftirlit. Knut Ödegaard verkstjóri sér um eftirlitið. “Við þurfum að kalla eftir skilningi og þolinmæði vegfarenda meðan á þessu stóra verki stendur,” sagði Knut í samtali við Skessuhorn. “Meðal annars þurfum við að lækka hámarkshraða niður í 50 km/klst til að byrja með og síðar niður í 30 km/klst. þegar hellulögn og annað fer af stað við sjálft hringtorgið. Því þurfum við að biðja ökumenn að sýna fulla aðgæslu og fara eftir leiðbeiningum um hámarkshraða ekki síst til að gæta öryggis þeirra sem koma að verkinu,” sagði Knut.

 

Á myndinn er Knut Ödegaard frá Almennu verkfræðistofunni og Hjálmar Sigurðsson frá Þrótti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is