Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2007 11:09

Málstofa um atvinnuþróun

Nýlega stóð Vaxtarsamningur Vesturlands fyrir málstofu um atvinnuþróun í dreifbýli. Aðal fyrirlesari var skotinn Calum Davidson sem hefur ríflega 20 ára reynslu af atvinnuþróunarverkefnum í skosku Hálöndunum og er núna yfirmaður deildar sem sérhæfir sig í eflingu þekkingartengdrar starfsemi í dreifbýli. Margt áhugavert kom fram í máli Calum og ljóst að aðstæður í Hálöndunum minna mjög á aðstæður á Vesturlandi og reyndar Íslandi öllu. Í máli hans kom meðal annars fram að á svæði sem væri svipað að stærð og hálft Ísland og með um 400 þús. íbúa væru einungis sex sveitarfélög – þau minnstu með um 20 þúsund íbúum. Þetta samsvarar nokkurn vegin því að sveitarfélög á Íslandi fylgdu gömlu (eða jafnvel nýju) kjördæmunum. Hins vegar koma sveitarfélögin mjög lítið að atvinnuþróun eða stuðningi við atvinnu- eða menningarlíf.

Öll sú vinna fer fram hjá atvinnuráðgjöf Hálandanna. Segja má að þarna fari saman starfsemi sem samsvarar Byggðastofnun, hluta Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, atvinnuþróunarfélaganna og ýmissa verkefna sveitarfélaganna hérlendis.

 

Styðja við vaxtarsprota

Eitt af því sem Calum var tíðrætt um í erindi sínu var mikilvægi þess við atvinnuráðgjöf sé unnið eftir skýrri stefnumörkun um hvernig við viljum sjá atvinnulífið. Það sé ekki líklegt til árangurs að reyna að þjóna öllum jafnt; atvinnuráðgjöf verði að snúast um að greina vaxtarsprota og styrkja þá öflugustu með fjármagni og ráðgjöf. Þannig eigi starfið að beinast að þeim fyrirtækju sem sýna frumkvæði og vilja til að vaxa, en að fyrirtækjum sem eiga í erfiðleikum.

 

Margt líkt

Torfi Jóhannesson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Vesturlands var ánægður með heimsókn skoska ráðgjafans. „Við fórum um mestallt Vesturland og ræddum við sveitarstjórnarfólk og fulltrúa atvinnulífsins úr sem flestum atvinnugreinum og það var sláandi hversu margt er líkt með Vesturlandi og Hálöndunum,” sagði hann í samtali við Skessuhorn. „Hálöndin og eyjarnar eru gömul landbúnaðar og sjávarútvegshéröð sem hafa þurft að takast á við samdrátt í þessum greinum. Sumstaðar eru iðnaðarsvæði eins og Grundartangasvæðið og Akranes en annars staðar hefur ferðamennskan tekið við sem mikilvægasti atvinnuvegurinn.“

Calum lýsti m.a. því hvernig Skotar hafa brugðist við því aldagamla vandamáli að ríkt fólk kaup stór landsvæði og noti þau sér til yndisauka en ekki atvinnuuppbyggingar. Torfi segir að það hafi verið mjög athyglisvert, enda sé þetta vandamál sem Íslendingar eru kannski að byrja að kynnast núna.

 

FSN gott dæmi

En hvaða ráð átti skoski ráðgjafinn fyrir atvinnulíf Vesturlands? „Kannski fyrst og fremst að fólk trúi á mátt sinn og megin og að það sé raunverulega hægt að bæta ástandið. Í Skotlandi eins og hér er lítið sem ekkert atvinnuleysi, en hins vegar er framleiðni lág og laun einnig. Við þannig aðstæður má atvinnuþróun ekki bara snúast um að skapa störf – heldur að fjölga eftirsóttum störfum.

 

Fjölbrautarskóli Snæfellinga er mjög gott dæmi um einbeitta stefnumörkun heimamanna þar sem allir taka höndum saman og móta sameiginlega sýn sem síðan er framkvæmd af miklum metnaði. Sama má segja um ferðaþjónustuklasann All Senses sem Calum taldi þann öflugasta sem hann hefði nokkurs staðar séð. Af einstökum aðgerðum virðist sem stofnun rannsóknasetra og markviss nýting þeirra og háskólanna í þágu atvinnulífs á Vesturlandi sé atriði sem við megum huga að enn betur en við höfum gert,“ segir Torfi að lokum.

 

Á myndinni eru Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari FSN og skoski ráðgjafinn Calum Davidson, en Calum nefndi FSN sem dæmi um vel heppnað verkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is