Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2007 06:23

Akraneskaupstaður hættir rekstri Gámu

Starfsmenn Gámu sem hætta á morgun
Næstkomandi mánudag, þann 1. október mun Gámaþjónusta Vesturlands ehf taka við rekstri sorpmóttökustöðvar Gámu við Höfðasel á Akranesi. Með rekstri Gámu mun Gámaþjónusta Vesturlands ehf. nú annast alla þjónustu í sorpmálum á Akranesi. Nú annast fyrirtækið einnig sorphreinsun og rekstur móttökustöðva fyrir flokkað sorp í bæjarfélaginu. Samningur um rekstrur Gámu var undirritaður og samþykktur í bæjarráði í gær. Þar með lýkur nær 10 ára rekstri bæjarfélagsins á Gámu sem fyrr á þessu ári bauð reksturinn út og í framhaldi af því var gengið til samninga við Gámaþjónustu Vesturlands. Nokkur breyting verður á þjónustunni sem snýr að íbúum og buddum þeirra. Hér eftir mun það kosta að losna við sorpflokka sem fram að þessu hefur ekki verið tekið gjald fyrir. Bæjarfélagið er því að hætta greiðslu þess kostnaðar úr bæjarsjóði og varpar greiðslunni beint á notendur þjónustunnar; íbúana.

Í áætlunum um sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar af sorpmálum er gert ráð fyrir að bæjarsjóður spari um 30 milljónir króna á ári með samningnum. Sé sá kostnaður yfirfærður á fjölda íbúa bætir hver þeirra við sig 5.000 krónum að meðaltali í sorpgjöld á ári, standist þær áætlanir.

 

Í samningum Akraneskaupstaðar við Gámaþjónustu Vesturlands er ákvæði um að gjald fyrir móttekið sorp fari í engum tilfellum yfir gjaldskrá sem í gildi er hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þá gjaldskrá er hægt að sjá á vef Sorpu. Þar er t.d. gjald fyrir blandað heimilissorp, sem fram að þessu hefur ekki verið rukkað gjald fyrir á Akranesi, 11,02 krónur fyrir kílóið. Fyrir kíló af grasi er tekið 3,79 kr., fyrir litað timbur 9,96 krónur svo dæmi séu tekin. Þá má nefna að hér eftir mun það kosta húsbyggjanda á Akranesi, sem þarf að losna við sorp sem til fellur við byggingu meðal einbýlishúss, á að giska 60.000 kr. að losna við sorpið sem áætlað er að til falli við smíðina. Slíkt hefur verið gjaldfrjálst fram að þessu í Gámu.

 

Rétt er að taka fram að ekki hefur enn verið auglýst ný gjaldskrá fyrir sorpmóttöku á Akranesi svo ekki liggur fyrir hvort Gámaþjónusta Vesturlands fylgi gjaldskrá Sorpu eða bjóði lægra verð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is