Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2007 12:27

Hitað upp fyrir náttúruvæna vélhjólakeppni

Upphitun laust fyrir hádegi í dag
Í dag heldur Vélhjólaíþróttafélag Akraness keppni í vélhjólaakstri á Langasandi. Nú laust fyrir hádegi var verið að gera keppnisbrautir tilbúnar á sandinum en fyrirhugað var að hefja prjónkeppni laust eftir klukkan 12 og síðan verður keppt í þolakstri og hindranaakstri. Um svokallaða enduro/cross keppni er að ræða, en það er sambland af tvenns konar keppni. Enduro er þolakstur og stendur slík keppni yfirleitt yfir í um einn og hálfan tíma. Í crossi er hins vegar keppt í hindrunarakstri með alls kyns þrautum og stökkpöllum. Ernir Freyr Sigurðsson, einn af aðstandendum keppninnar, segir blöndu þessara tveggja gerða keppni vera mjög sérstaka. „Þetta er nánast einstakt hjá okkur og ræðst af aðstæðum á Langasandi. Það góða við þennan keppnisstað er að við göngum frá öllu fyrir flóð í dag og á morgun á fjöru verða engin merki um að þar hafi farið fram keppni."

Ernir Freyr heldur áfram: "Svæðið þar er frábært og býður upp á þessa tegund akstursíþrótta og því er tilvalið að nýta sér það. Það tekur um fimm til sjö mínútur að keyra brautina og í henni eru alls kyns þrautir, dekk, trjábolir, sandhólar og fleira. Inn á milli eru síðan beinir kaflar þar sem menn geta spyrnt vel og hún er því hröð og hæg á víxl og tekur um 50 mínútur í akstri,“ segir Ernir.

 

Vélhjólaíþróttafélagið stóð fyrir samskonar keppni í fyrra og tókst hún vel í alla staði. Þá komu um 2.000 til 3.000 áhorfendur og segir Ernir að það hafi komið skipuleggjendum skemmtilega á óvart. „Þá hélt Ólafur Gíslason keppnina en nú heldur félagið hana með aðstoð Ólafs. Við búumst við um 80 til 90 keppendum í öllum flokkum í ár og fjölda áhorfenda, þannig að við hlökkum mikið til.“ Keppt verður í mismunandi flokkum í dag; meistara-, unglinga- og b-flokki og svo kvennaflokki og 85 cc flokki, en það er einn og sami flokkurinn. Keppnin hófst klukkan 12 á prjónkeppni, en í henni reyna menn að keyra sem lengst á afturhjólinu. Keppni hefst við Sementsverksmiðjuna og sá sem kemst lengst hefur sigur.

 

Mikill uppgangur

Ernir segir að mikill uppgangur sé í vélhjólaíþróttinni um allt land, ekki síst á Akranesi. „Það eru komnir um 30 félagar hjá okkur og aðstaðan hefur gerbreyst eftir að við fengum braut á moldartyppnum. Íþróttin er geysilega vinsælt um allt land og hún spannar allan aldursskalann frá 10 ára og upp í 60 ára og ekki bara hjá körlum heldur konunum líka.“ Ernir segir ekkert mál fyrir unga krakka að stunda íþrótina. „Ef öll öryggisatriði eru í lagi er þetta ekkert mál. Það má búast við krökkum niður í 12 ára aldur hjá okkur á laugardaginn.“

 

Langisandur þykir henta vel undir keppni af þessu tagi, en óneitanlega verða menn að taka tillit til náttúruaflanna. Þegar fallið er frá hafa menn um einn til tvo klukkutíma til að koma brautinni upp, raða trjádrumbum og dekkjum og ýta saman sandhólum með vinnuvélum. „Þegar undankeppni lýkur er brautinni breytt og hún gerð hraðari. Tíu efstu keppendur í meistaraflokki taka svo þátt í úrslitum klukkan 14:40. Þegar keppninni er lokið fjarlægjum við dekkin og trjádrumbana og svo fellur að og daginn eftir hefur sjórinn afmáð öll ummerki um keppnina,“ segir Ernir að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is