Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2007 12:48

Við ætlum að vinna þennan leik, segir Guðjón

Guðjón Þórðarson. Ljósm. Víkurfréttir
Síðustu leikir Íslandsmótsins í knattspyrnu fara fram í dag og hefjast þeir klukkan 14. Skagamenn sækja þar Keflvíkinga heim í leik sem margir hafa beðið eftir því enn er í fersku minni sú uppákoma sem varð í fyrri leik liðanna á Akranesi í sumar. Rétt fyrir hádegi hittust stuðningsmannasveitir liðanna á Yello við Hafnargötu í Keflavík og hituðu upp fyrir leikinn og síðan verður gengið fylktu liði á völlinn. Fólk er hvatt til að fjölmenna á þessa síðustu umferð Landsbankadeildarinnar og styðja rækilega við bakið á sínu liði.

Keflavík og Skaginn eru að mætast í fyrsta sinn síðan Bjarni Guðjónsson skoraði markið umdeilda uppi á Skipaskaga í sumar. Síðan þá hafa Keflvíkingar ekki unnið leik. Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði skýringu á slæmu gengi Keflavíkur síðan liðin mættust á Akranesi fyrr í sumar en að hann myndi ekki uppljóstra hver sú skýring væri því hann fengi jú greitt fyrir að vera þjálfari Akraness, ekki Keflavíkur. “Ég held að þessi leikur verði eins og venjulegur fótboltaleikur og hef ekki trú á öðru. Þannig verður það af okkar hálfu og frá Keflavík, ég á ekki von á öðru. Keflavík tók ákvörðun um það fyrir löngu hvernig þeir ætla að halda á sínum málum og seldu menn þegar titlar voru ekki inni í myndinni og sú stefna var vel skiljanleg. Við sem slíkir höfum kannski komið á óvart í þessu móti og komnir fram úr þeim væntingum sem við og aðrir gerðum til okkar. Annars hef ég litlar áhyggjur af því að fyrri leikurinn hafi áhrif í dag,” sagði Guðjón við Víkurfréttir.

 

Guðjón býst fyrirfram ekki við því að leikurinn verði grófur. Dómarar og aðstoðardómarar sjá um knattspyrnulögin og ef menn stíga út fyrir þau vita þeir hverjar refsingarnar verða. “Ég hef trú á því að allir nálgist þennan fótboltaleik með það í huga að sýna hvað þeir geta. Við ætlum að reyna að vinna þennan leik, það er engin launung,” segir Guðjón. “Hið sama er uppi á teningnum hjá Keflavík. Þeir munu tefla fram 11 leikmönnum sem allir vilja sýna og sanna að þeir eigi heima í Keflavíkurliðinu og þ.a.l. eiga þeir eftir að vilja að standa sig vel. Við Skagamenn erum að reyna að leika agaðan bolta og það hefur á köflum komið smá hiksti í okkar leik en heilt yfir hefur þetta gengið betur en ég átti von á. Það er enginn á Skaganum sem á von á léttum leik í dag. Keflavík og svo Breiðablik hafa ekki að neinu að keppa í dag svo Keflvíkingar koma algerlega pressulausir í leikinn gegn okkur sem þýðir að þeir geta leyft sér trix og stæla sem þeir myndu ekki gera undir venjulegum kringumstæðum."

 

Guðjón segir að sínir menn viti að ef liðið vinnur leikinn séu menn klárir með Intertotosæti og flestir reikni með sigri FH í bikarnum. "Ef svo verður erum við með UEFA sæti og það er mikil spenna í okkar röðum að ná því. Sem er nokkuð lengra en menn áttu von á.”

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is