29. september. 2007 12:47
Í hálfleik í leik Keflavíkur og ÍA síðar í dag munu forráðamenn beggja félaganna skrifa undir samstarfs- og styrktarsamning við TV Samhæfni, en það fyrirtæki starfrækir tölvuverslanir, verkstæði og tækniþjónustu bæði á Suðurnesjum og á Vesturlandi undir merkjum Samhæfni og Tölvuþjónustu Vesturlands. Samningurinn er til tveggja ára og felur í sér að TV Samhæfni útvegar félögunum tölvubúnað og aðra fylgihluti yfir þessi tvö ár. Eggert Herbertsson, framkvæmdastjóri TV Samhæfni segir það ákaflega mikilvægt fyrir fyrirtækið að styðja við öflugt íþróttastarf á þeim svæðum sem fyrirtækið starfar. “Við erum heimamenn með rekstur í heimabyggð,” sagði Eggert.