29. september. 2007 02:50
Sannkallað markaregn varí leik Keflavíkur og Skagamanna í lokaleik félaganna sem fram fór í Keflavík. Í hálfleik var staðan 3:2 fyrir Keflavík. Hallgrímur Jónasson kom Keflavík yfir á 2. mínútu með skalla eftir sendingu frá Marko Kotilainen. Vjekoslav Svadumovic jafnaði síðan fyrir ÍA á 15. mínútu. Hallgrímur skoraði aftur og kom Keflavík í 2:1 á 20. mínútu og Guðjón Árni Antoníusson skoraði síðan fyrir Keflavík, 3:1, á 26. mínútu. Bjarni Guðjónsson minnkaði muninn fyrir ÍA á 44. mínútu og var staðan því 3:2 í hálfleik. Í síðari hálfleik var það Jón Vilhelm Ákason sem jafnaði fyrir ÍA, 3:3, á 65. mínútu, nýkominn inná sem varamaður. Niðurstaðan varð því sú að Skagamenn héldu þriðja sæti deildarinnar og þar með Evrópusæti. Sannarlega glæsilegur árangur miðað við væntingar til liðsins í vor og slaka byrjun í fyrstu leikjunum. Ástæða er til að óska Guðjóni Þórðarsyni og mönnum hans til hamingju með árangurinn.