Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2007 05:56

Nýr bátur til Akraness en gerður út frá Ströndum

Útgerðarfélagið Gummi El. ehf á Akranesi fékk nú í vikunni afhentan nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Kom báturinn til heimahafnar á Akranesi á föstudag en báturinn verður gerður út frá Djúpuvík á Ströndum. Að útgerðinni stendur Guðmundur Elíasson sem jafnframt er skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Flugaldan ST-54.  Hann er 15 brúttótonn og verður í krókaaflamarkskerfinu.  Flugaldan er af gerðinni Cleopatra 38.  Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM-ETE 700hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar og er einnig útbúinn með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. 

Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Línuspil og færaspil er frá Beiti en öryggisbúnaður kemur frá Viking.  Rými er fyrir tólf 660 lítra kör í lest.  Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla.  Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is