Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2007 08:15

Lekaleit á kalda vatninu á Akranesi

Orkuveita Reykjavíkur stendur nú fyrir lekaleit á kaldavatnslögninni á Akranesi. Með því á að koma í veg fyrir allan leka á lögninni og minnka þannig það vatn sem tapast í dreifikerfinu. Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar sagði í samtali við Skessuhorn að ætlunin væri að lekaleita allar kaldavatnsleiðslur á veitusvæði fyrirtækisins. „Við forgangsröðum svæðum hjá okkur og þar sem mikil fólksfjölgun hefur verið á Akranesi og er fyrirhuguð áfram lá mest á að fara í þetta þar. Vatnsbólin þar eru ekki mjög gjöful og því er ekki vanþörf á þessu.“

Eiríkur segir að þrátt fyrir að vatnsból Akurnesinga séu ekki ákaflega gjöful sé engin ástæða til að örvænta. „Við höfum borð fyrir báru í þessum efnum og munum geta sinnt þörf Akurnesinga fyrir kalt vatn. En til að þau dugi svæðinu sem best þarf að koma í veg fyrir að vatnið tapist. Lekaleitin veitir okkur enn meira svigrúm í þessum efnum, en við hefðum farið í þetta hvað sem stöðu vatnsbólanna líður. Það er óþarfi að leggja út í dýrar fjárfestingar til að láta vatnið sitra út um pípur á leiðinni,“ segir Eríkur að lokum.

 

Graf:
Fyrirtækið fór í samskonar aðgerð í Reykjavík árið 1992 og skilaði hún mjög góðum árangri. Eins og sjá má á þessari mynd streymdu þetta ár tæplega 700 lítrar á sekúndu í gegnum kaldavatnsleiðslur höfuðborgarbúa. Árið 1998 voru þeir ekki nema tæplega 500 og hafði því tekist að spara um 200 sekúndulítra af köldu vatni. Árið 2005 streymdu um 540 sekúndulítrar í gegnum leiðslurnar og þó hefur notendum fjölgað úr 100 þúsund árið 1992 í 115 þúsund árið 2005.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is