Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2007 03:55

Skammhlaup í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Nemendur og kennarar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi enduðu vinnuvikuna á svokölluðu „Skammhlaupi” í dag. Þá er hefðbundin stundaskrá látin lönd og leið, nemendum skipt upp í hópa sem síðan tóku þátt í þrautakeppni. Skammhlaup var fyrst haldin í skólanum haustið 1999 og er nú orðin að árlegum viðburði. Síðar um daginn var tónlistarkeppni og skólaball um kvöldið. Skammhlaupið byggir á liðakeppni þar sem skipt er í tíu lið. Eru hátt í 50 manns í hverju liði sem fást við þrautir af ýmsu tagi, íþróttir, verklegar greinar og bóklegar.

Dagurinn hófst á skrúðgöngu frá skólanum í íþróttahúsið þar sem fór fram keppni á þrekbraut þar sem einn keppandi úr hverju liði reyndu með sér. Þar var einnig keppt í reiptogi og toguðust tíu manna sveitir úr hvoru liði á. Frá íþróttahúsinu var einnig ræst út í hlaupakeppnina. Einn úr hverju liði hljóp stóran hring um bæinn og endaði sú keppni við skólann. Þangað var þá allur mannskapurinn mættur í þrautakeppni sem fram fór á planinu við skólann, hjólbörukeppni, plankaboðhlaupi og fleira. Innan dyra var síðan keppt í verklegum og bóklegum greinum, s.s. trésmíðaþríþraut, logsuðu, tungumálum, uppeldisfræði og bókfærslu. Á sal var svo keppt í að leggja á borð, förðun og greiðslu.

 

Ys og þys var í skólanum þegar Skammhlaupið fór fram, nemendur á ferðinni milli stofa og hæða. Greinilega skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu og líka eftirsóknarvert að lenda í sigurliðinu, en verðlaunin sem í boði voru var pizzuveisla frá Dominos. Í kvöld er síðan dansleikur á gamla hótelinu.

 

Fleiri myndir frá Skammhlaupi verða í Skessuhorni í næstu viku. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is