Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2007 09:19

Jákvæðar niðurstöður úttektar á starfi FSN

Nýlega var lokið úttekt sem menntamálaráðuneytið lét gera á Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN). Úttektin var unnin af Trausta Þorsteinssyni hjá skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri og Ásrúnu Matthíasdóttur hjá kennslufræði- og lýðheilsustöð Háskólans í Reykjavík. Miðaði úttektin við fyrstu þrjú árin í starfsemi skólans en hann tók eins og kunnugt er til starfa haustið 2004. Við úttektina var leitast við að svara nokkrum meginspurningum eins og: Hefur starfsemi FSN verið í samræmi við þær væntingar sem gerðar voru til starfseminnar með stofnun skólans og ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár? Hvernig hefur til tekist með þróun nýrra kennsluhátta, fyrirkomulag dreifmenntunar og nýtingu upplýsingatækni? Hefur skólanum tekist að mæta þörfum íbúa á svæðinu fyrir menntunarúrræði á framhaldsskólastigi? Almennt fær skólinn fremur jákvæða umsögn úttektaraðila, sem þó benda á nokkur atriði sem huga þurfi að sérstaklega.

Meðal helstu niðurstaðna úttektarinnar kemur fram að almennt hafi vel tekist til í starfi FSN á fyrstu starfsárum hans. Einnig segir að fjöldi nemenda hafi orðið nokkuð meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir sem bendir til að skólanum hafi tekist að ávinna sér tiltrú og uppfyllt þær væntingar sem til hans voru gerðar. Þá segir í skýrslunni að allt skipulag skólans taki mið af því að honum sé ætlað að vera leiðandi í upplýsingatækni með áherslu á dreifmennt. Kennsluhættir eru sagðir styðja það hlutverk skólastarfsins að þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, umburðarlyndi og sjálfstraust nemenda.

 

Helstu úrbætur sem úttektaraðilar benda á að skólinn þurfi að vinna að eru meðal annars að endurskoða þurfi með hvaða hætti fyrsta árs nemendur séu leiddir inn í starfshætti skólans, að námsmat hafi lítið þróast í takt við breytta kennsluhætti og að mikilvægt sé að skólinn hafi reglubundið og markvisst mat á starfinu. Einnig er lagt til að skólinn kanni ástæður brottfalls í skólanum sem úttektaraðilar telja að kunni að einhverju leyti að stafa af því að skólinn býður ekki nema að mjög litlu leyti upp á starfsnám.

 

Úttektarskýrsluna má finna í heild sinni á vef menntamálaráðuneytisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is