Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2007 11:12

Margir hlýddu á upplestur Böðvars

Fullt var út úr dyrum í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi í gær þegar Böðvar Guðmundsson rithöfundur las þar upp úr nýrri bók sinni: Sögur úr Síðunni. Ekki varð fólk fyrir vonbrigðum og var skáldinu geysivel tekið af áheyrendum. Við sama tækifæri komu fram ungir tónlistarmenn úr Hvítársíðu, heimasveit Böðvars, þær Ásta og Unnur Þorsteinsdætur sem léku á fiðlur, Fanney Guðjónsdóttir sem lék á píanó og Þorgerður Ólafsdóttir, sem söng við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur.

Böðvar Guðmundsson fæddist 9. janúar 1939 á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Eftir hann liggja ljóðabækur, leikrit og skáldsögur, en auk þess hefur hann þýtt fjölda erlendra verka fyrir börn og fullorðna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Austan Elivoga, kom út árið 1964. Skáldsögur hans um ferðir Íslendinga til Vesturheims hafa vakið mikla athygli og hlaut Böðvar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir þá síðari. Þær voru síðar færðar í sviðsbúning og settar upp í Borgarleikhúsinu leikárið 2004 - 2005. Böðvar hefur einnig samið fjöldann allan af söngtextum. Meðal þýðinga hans má finna verk eftir Heinrich Böll, Roald Dahl, Michael Ende og Astrid Lindgren. Böðvar hefur nú um langt skeið verið búsettur í Danmörku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is