Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2007 06:08

Smellinn hf. á Akranesi skiptir um hendur

Smellinn hf. á Akranesi hefur verið selt. Kaupandi er félag í eigu Víglundar Þorsteinssonar og fjölskyldu. VBS fjárfestingarbanki hf. annaðist ráðgjöf við söluna.  Kaupverð er trúnaðarmál, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út í kvöld. Halldór Geir Þorgeirsson framkvæmdastjóri segir í tilkynningunni: „Undanfarin ár hefur vegur Smellinn hf. vaxið ört og erum við vissulega stolt af þeim árangri sem náðst hefur.  Til að tryggja áframhaldandi vöxt töldum við hins vegar að nú væri réttur tímapunktur til fá öfluga aðila með okkur að rekstri félagsins. Við lítum björtum augum fram á veg og hlökkum mikið til þess að starfa með nýjum eigendum í framtíðinni.“

Auk þess að framleiða einingar fyrir íbúðarhús, hafa forsteyptar einingar Smellinn verið notaðar til að byggja bensínstöðvar, hótel, skóla, bókasöfn og undirstöður undir háspennulínur svo eitthvað sé nefnt.  Kaupandi fyrirtækisins er eignarhaldsfélag Víglundar Þorsteinssonar og fjölskyldu sem er  jafnframt móðurfélag BM Vallár hf. sem hefur um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlutverki í framleiðslu fyrir íslenskan byggingavörumarkað.  Þar er saman komin áratuga þekking og reynsla í framleiðslu og lausnum fyrir íslenska byggingaraðila.

 

Meðal framleiðslu- og söluvara félagins eru steinsteypa, húseiningar, stál- og álklæðningar, naglar, límtré, yleiningar, stálgrindarhús, hellur og steinar, múrvörur, fráveiturör o.fl. BM Vallá er með starfsstöðvar á 11 stöðum á landinu og hjá félaginu starfa nú um 380 manns.

 

Þorsteinn Víglundsson forstjóri BM Vallár segir vegna kaupanna á fyrirtækinu: “BM Vallá hefur átt farsælt samstarf við stjórnendur og eigendur Smellinn undanfarin ár. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri í framleiðslu og sölu húseininga á undanförnum árum. Smellinn hefur á að skipa úrvals starfsfólki og stjórnendum og við teljum mikil tækifæri felast í þessum kaupum.“

 

Magnús Sch. Thorsteinsson, forstöðumaður Fyrirtækjasviðs VBS fjárfestingarbanka hf.: "Það var mjög ánægjulegt að koma að þessum viðskiptum. Frábær árangur hefur náðst undanfarin ár hjá Smellinn og við teljum framtíðarmöguleika þess gríðarlega. Við erum sannfærð um að viðskiptin munu reynast farsæl bæði kaupendum og seljendum og lýsum sérstakri ánægju með að þeir skyldu hafa valið okkur í verkefnið."

 

Smellinn hf. á rætur að rekja til ársins 1931 þegar Haraldur Kristmannsson vörubílstjóri hóf útgerð á eigin vörubifreið á Akranesi.  Árið 1963 stofnuðu synir hans, þeir Þorgeir og Helgi, ásamt foreldrum sínum, fyrirtækið Vinnuvélar sf.  Árið 2000 bættist við ný deild hjá fyrirtækinu sem framleiddi forsteypta húshluta undir nafninu Smellinn.  Nýja deildin óx hratt og árið 2004 var ákveðið að fyrirtækið skyldi einbeita sér að framleiðslu forsteyptra húseininga og aðrar deildir þess voru seldar.  Í kjölfar þess var nafni fyrirtækisins breytt í Smellinn hf.  Árið 2005 var eignarhaldi þessa rótgróna fjölskyldufyrirtækis breytt og hefur það verið í dreifðri eign þar til nú.  Höfuðstöðvar félagsins eru á Akranesi en útibú er starfrækt í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 80 manns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is