06. nóvember. 2007 01:31
Knattspyrnulið ÍA er komið á fullt í undirbúningi fyrir næstu leiktíð, þó enn sé langt í að mótið hefjist. Liðið átti að leika æfingaleik við Gróttu í dag en þar sem Grótta hefur ekki enn hafið æfingar var hætt við hann. Fyrirhugaðir eru sex æfingaleikir á næstu vikum og fer sá fyrsti þeirra fram í Akraneshöllinni þann 13. nóvember klukkan 19, en allir leikirnir munu fara fram þar. Hinir leikirnir verða gegn Víkingi 17. nóvember, Haukum 24. nóvember, Fjölni 27. nóvember og ÍR 1. desember. Leikmenn fara í jólafrí þann 4. desember en mæta svo aftur til æfinga þann 9. janúar. Í þessum æfingaleikjum munu yngri leikmenn fá að spreyta sig, sem og þeir reyndari.